Nemendur í Fsu styrkja uppbyggingu ferðaþjónustu á Eyrarbakka.

kennariNemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands fékk Gónhól á Eyrarbakka  lánaðan undir leiksýningar sínar á söngleiknum Grís Horror sem gerist í rússneskum fjöldamorðingjaskóla. Ungmennin hafa sýnt 8 sýningar undir fullu húsi og hlotið mikið lof fyrir. Öll leikmyndin og búningar eru hönnuð af þeim sjálfum og Garún leikstjóri gefur þeim hæstu einkunn fyrir dugnað og vönduð vinnubrögð
Þar sem þau sáu líkan af Þorpinu, verslunar- og sögusetri sem áætlað er að byggja inni í saltfiskhúsinu, ákváðu þau endurgreiða  lánið á aðstöðunni  og sýna eina styrktarsýningu fimmtudagskvöldið 15.apríl nk. Það verður sannkallað rússneskt þema þetta kvöld, boðið er uppá rússneska kartöflusúpu og heimabakað brauð gegn vægu verði fram að sýningunni sem hefst kl. 22.00.
Hluti leikmyndarinnar verður notaður við uppbyggingu verslunarþorpsins og allur ágóði af þessu rússneska menningarkvöldi verður notaður til að hefjast þegar handa við byggingu næsta húss en fyrir jólin reis fyrsta húsið og var skreytt með piparkökum af skólabörnum í Árborg.
 
Allir eru velkomnir á þessa sýningu sem er allra síðasta sýning Nemendafélagsins.
 
Pantanir í súpu og sýningu, hvort heldur sem er eða hvort tveggja er í síma 894 2522.söngdívan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband