Færsluflokkur: Lífstíll

Impra

Elskulegu systur,

 

Ég er á námskeiði núna hjá NMI, Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem heitir Verkefnastjórnun...ótrúlega gott og lærdómsríkt námskeið. Hvet ykkur konur til að skoða síðuna þeirra, þarna er unnið ótrúlega skemmtilegt og gott starf sem hjálpar okkur og hvetur til nýsköpunar.

Lærum svo lengi sem við lifum...það er bara eitthvað svo skemmtilegt.

 Minni ykkur á einstaklega skemmtilega námstefnu í Gónhól á laugardaginn www.fka.is

Konur fara sínar eigin leiðir. Fyrirlestrar, hláturjóga, Feng Shui og margt fleira skemmtilegt, borðum saman á Rauða Húsinu og kíkjum undir pilsin hjá Lýð.

Allar konur velkomnar og hvattar til að mæta

knús og endalaus kærleikur

a


Ekkert er í sjálfu sér gott eða slæmt

það eru viðbrögð okkar sem gera það annað hvort.....

Þá dettur mér í hug skemmtileg saga af gömlum kínverskum bónda sem var mjög æðrulaus og fór sjaldan út af sporinu á hinum gullna meðalvegi. Hann átti fágæta meri sem hann hélt mjög uppá en einn góðan veðurdag strauk hún til fjalla. Nágranni gamla bóndans sem var yngri og ekki eins vitur kom hlaupandi yfir til hans þegar hann heyrði af strokinu og vottaði nágranna sínum innilega samúð sína.

Ja...hver veit hvað er gott eða slæmt, svaraði gamli vitringurinn.

Svo fór að merin kom til baka nokkru síðar með myndarlegt stóð með sér ofan af fjöllunum. Nágranninn ungi kom hlaupandi og samgladdist hinum og óskaði honum til hamingju með þessa miklu heppni.

Ja... hver veit hvað er gott eða slæmt, svaraði sá gamli og brá ekki svip.

Sonur bóndans var mikill tamningamaður og tók til við að temja fjallastóðið, eitt hrossið af öðru og náði feikilega góðum árangri með þau. En einn daginn kastaði ein ótemjan honum af baki svo hann fótbrotnaði. Enn kemur nágranninn hlaupandi og er alveg eyðilagður yfir þessari óheppni vinar síns en vitringurinn aldni segir sem fyrr:

Ja...hver veit hvað er gott eða slæmt?

Nokkru síðar kemur herinn í sveitina og kveður alla unga menn til herþjónustu...nema son bóndans sem var rúmliggjandi vegna fótbrotsins. Nágranninn góði kemur hlaupandi og skellir sér á lær yfir þessu mikla láni bóndans að fá að halda syninum heima.

Og auðvitað svaraði hann á sama hátt og fyrr....

Ja...hver veit hvað er gott eða slæmt!!

Kannski á þetta vel við núna...ég tek undir með Björk...nú er tækifæri til að skoða nýja kosti og standa saman að endurreisn landsins okkar í stað þess að einblína á einhverja blóraböggla. Það verður hver að eiga við sína samvisku en við eigum ekki að eyða kröftum okkar í að dæma aðra.

kærleiksknús elskurnar

a


Ég er bara komin á vindsængina

og hef ákveðið að vera með en ekki á móti...ég horfi á Ölfusána mína fallegu sem rennur...hægt og hljótt með tímans þunga straumi...og alltaf í sömu átt og allt sem skoppar með er eitthvað eins og dans...skemmtilegt og skoppandi..áreynslulaust og eðlilegt flæði..þannig vil ég hafa þetta.

Ég ætla að æfa mig í að vera æðrulaus...það verður verkefni mitt næstu daga.

 Hugsa til ykkar í kærleika

 

knús

A


Afhverju eru stýrivextir ekki lækkaðir?

Ég skil ekki hvernig stendur á því að Seðlabankinn lækkar ekki vextina??? Er einhver gáfaður sem getur útskýrt þetta fyrir mér??? Vaxtaákvörðunardagur, hvað? Öðru eins hefur nú verið breytt...

Eg vil vekja athygli á góðum greinaflokki í Mogganum...á baksíðunni birtist smáklausa sem fjallar um verðlagið á Íslandi. Auratal vekur okkur til umhugsunar um ýmislegt er varðar verðlag og óeðilega verðmyndun eða hækkanir. Kannski förum við að fylgjast með hvað hlutirnir kosta núna. Danir eru til að mynda þjóð sem hefur sterka verðvitund og þar er alger samstaða gegn óeðlilegum hækkunum...fólk bara hættir að kaupa vöruna!

Annars er allt gott hér í sveitinni...fólk stendur bara þétt saman og bíður af sér óveðrið...vonandi fer þetta nú að lagast...óvissan er verst.

a


mbl.is Óbreyttur vaxtadagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki grín?

Ég var að horfa á Silfur Egils í dag og þar var verið að tala um að stjórnmálamenn væru að raða sínum vinum og samflokksmönnum í bankaráðin...ég trúði þessu nú ekki en sé hér á mbl.is að þetta er staðreynd! Guðjón Ægir og Sigmundur eru væntanlega góðir vinir Björgvins frá æskuárum á Selfossi...gott ef ég kenndi ekki öllum þessum ágætisdrengjum..en eitthvað hefur nú misfarist hjá mér....ég sem hef verið svo lukkuleg með Björgvin minn...æ,æ,æ, þetta særir hjarta gamallar kennslukonu...en svona er víst pólitíkin ósvífin,- tíkin sú arna....Að vera formaður bankaráðs er líkega lítil vinna....ef aðstoðarmaðurinn getur bætt því á sig....tekur þá bara kaffitímann í að endurskipuleggja efnahaginn hjá íslensku þjóðinni..

Sennilega erum við orðin gegnumspillt eiginhagsmunaþjóð og verðum bara að fá erlenda sérfræðinga til að redda skútunni...það var rétt sem Sigmundur Davíðsson hagfræðingur sagði í Silfri Egils...við erum ekki fær um að horfa óvilhallt á ástandið sem er eins og opið sár núna og bíður uppá að síklar taki sér bólfestu í því og láti enn eina spillingarmaskínuna fara að grassera...Við megum engan tíma missa...ef pólitíkusarnir fara að rífast um þetta...hver fái nú stærsta bitann af kökunni...þá töpum við enn meiru..


mbl.is Stjórn Nýja Glitnis skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Imagine...

Gott að fá svona góða innspýtingu núna...einmitt núna þurfum á því að halda að endurskoða gildi okkar og spyrja okkur hvað skipti máli. John Lennon var mikill heimspekingur og textarnir hans eru góðir að hlusta á með fullri meðvitund og gera ekkert annað á meðan...

Eitt ef því besta er þó...

Life is what happends while you´re busy making other plans....


mbl.is Yoko gefur þjóðinni gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ABBA og Andrésblöðin

Sælar elskurnar,

Nú hef ég einbeitt mér að því að opna ekki fyrir viðtækin á heimilinu...ég er bara eitthvað svo þreytt á þessum látum og ég verð nú að endurnýja áruna mína og hvíla taugarnar....ég er svo heppin að hitta fólk sem hefur áhuga á fleiru en kryppunni....og best er auðvitað að vera með börnunum...slá í pönnsur eða sletta í form....hitta eldri borgara sem eru ótrúlega bragglegir...ja...við Íslendingar höfum nú sopið stærri sjó en þennan...við munum komast yfir þetta...þrátt fyrir að lífeyririnn sé farinn...þá er enginn bilbugur á þeim....þetta voru bara barnabrek í þessum ungu mönnum sem fengu alltof mikil fjárráð...sjaldan launar kálfurinn ofeldið....

Nú hlusta ég bara á ABBA...og les Andrésblöðin...Jóakim er enn í gróða ...það hefur ekkert breyst..

Ósköp vona ég að hann fari að stytta upp....

knús

lady a


Brunaliðsmenn og brennuvargar

Mikið vorum við dömurnar ánægðar með að sjá hann Davíð okkar í Kastljósinu í gær. ....hann er alltaf svo röggsamur eitthvað og mikill leiðtogi í sér þessi elska...og hjartanlega vorum við sammála...það er ótrúlegt að fjölmiðlafólk skuli endalaust ráðast á stjórnvöld sem eru að gera sitt besta til að bjarga því sem bjargað verður en svo þeir sem hafa spilað allt frá okkur fljúga bara á einkaþotunum sínum eitthvað út í lönd og flatmaga þar á þessum eyjum sem hann Steingrímur okkar J segir að þeir eigi þarna um allan heim. Ég held að þeir hljóti nú að eiga erfitt með svefn aumingjarnir...það er ekki gott að hafa eytt og sóað öllu sparifé þjóðarinnar ...þvílíkar skuldir..9.553 milljarður...hvernig er þetta eiginlega hægt? Skrítið að gróðinn skuli einkavæddur en skuldirnar þjóðnýttar....sagði einhver spekingur....jú...þetta er staðhæfing sem við veltum upp í dag og undrumst að enginn vilji taka ábyrgð.....

Verst er með saklaust fólk sem setti allt sitt sparifé í hlutabréf eða peningabréf í bönkunum...ein af okkur dömunum hefur hert ólina í öllu þessu góðæri og klipið smávegis af laununum sínum...gott að eiga í ellinni sagði hún alltaf...en vel að merkja var hún tvö ár að vinna fyrir dagslaunum sumra stórmenna bankasögunnar....en sonur hennar óbreyttur bankastarfsmaður ráðlagði henni að kaupa peningabréf.....stórgróði elsku mamma....og auðvitað var þetta vel meint...hann keypti líka sjálfur fyrir allt sitt sparifé og fleiri í fjölskyldunni hrifust með....hugsið ykkur .....á fimmtudag í síðustu viku fer hún í bankann sinn og biður um ráð....er einhver hætta...á ég að færa peningana.....nei , nei, nei, þetta er alveg öruggt svöruðu starfsmenn grandalausir....og vissu ekki betur enda hefðu þeir þá væntanlega forðað sínu....og nú er allt farið....en stóru karlarnir voru búnir að koma sínum/okkar milljörðum undan og vissu að hverju stefndi.....frelsið fór úr böndunum og veislan endaði með ósköpum....

Við dömurnar hittum nú svo marga og við vitum að minnsta kosti að fjölmiðlar tala ekki fyrir hönd allra í þjóðfélaginu...það er eitt að bjóða til veislu og annað að sitja uppi með veislugesti alla nóttina ofurölvi og rænulausa..þetta eru eins og illa uppalin börn...ef þau fá of mikið frelsi eyða þau öllum vasapeningunum sínum og fara svo bara að stela úr veskinu hjá mömmunni...sem er auðvitað svo græn að hún trúir engu á ungann sinn fyrr en hún þarf að borga hann úr skuldafangelsinu...

En Björgvin okkar er náttúrulega stjarnan í þessu öllu...þessi ungi maður er fádæma laglegur og kemur einstaklega vel fram. Röggsamur og ákveðinn...allur að vilja gerður að bjarga skútunni....Við dömurnar erum alveg ákveðnar í að kjósa hann næst...hann hefur sýnt að hann er starfi sínu vaxinn og það er alveg stórkostlegt að sjá svona ,,nýliða" fara á kostum...ja...það sem við erum stoltar af honum...hann er nú héðan...ekki gleyma því elskurnar...Þorgerður Katrín er líka góð ...og ekki skemmir Jóhanna okkar í Félagsmálaráðuneytinu.... og meira að segja Geir.....sem mér hefur nú oft fundist dáldið svona ólekker og eiginlega hálfleiðinlegur...hann er svo duglegur og bara allt þetta fólk okkar...við erum guðslifandi þakklátar ...við vitum að þið gerið ykkar besta.

Við erum bara svo lukkulegar að brennuvargarnir náðu ekki alveg að útrýma íbúðalánasjóði....og íslenska krónan átti nú líka að fjúka til að greiða fyrir erlendum viðskiptum og glæstri ímynd okkar út í hinum stóra heimi.....kannski hefðum við betur verið send á jósku heiðarnar þegar ein kreppan reið hér yfir og það kom til tals að senda okkur öll úr landi til að bjarga þeim fáu hræðum sem hér tórðu þá....það er nú búsældarlegt og þar eru bleikir akrar og fögur tún þrátt fyrir krónuna dönsku....Það er annars margt gott sem við höfum getað lært af Dönum ef við ættum ekki svona erfitt með að taka leiðsögn.....það er lærdómsríkt að sjá að þeirra viðkvæði...Hollt er heimafengið fé....hefur fleytt þeim fram úr mörgum þjóðum...þeir eru stoltir af danskri hönnun, matvælagerð og velja danskt umfram allt annað......nú reynir á okkur hér að standa saman og efla Íslandið okkar innan frá. Við erum þrátt fyrir allt forrík...við eigum auðlindirnar okkar, orkuna ódýru og fiskinn í sjónum....og enn eigum við nokkrar kindur á stangli og einhver kartöflugrös...svo þetta bjargast allt..

En umfram allt....

Þessar breytingar gefa okkur tækifæri til að staldra við og hugleiða með okkur sjálfum....hvað skiptir máli í lífinu....Við erum þekkt fyrir að gefast ekki upp og standa vel saman þegar blæs á móti....þetta er pus...en dóttir mín fann fyrsta sparkið hjá fóstrinu sínu í dag og það minnti okkur á að lífið heldur áfram í sinni eilífu hringrás og á meðan við eigum fjölskylduna, vinina og heilsuna...getum við risið upp úr þessum öldudal....

Stöndum saman, veljum íslenskt...

kærleiksknús

a

 


Áfram Ísland....við vinnum þennan leik!

Elskulegu dömur...ekki missa móðinn. Það hefur margt gerst á Íslandi verra en þetta...munið þið ástandið þegar tvö núll voru tekin af krónunni og marga verðbólgugusuna höfum við nú tekið á okkur...

Það er samt eitt sem ég skil ekki, afhverju er allt hækkað í búðunum? Líka gömlu vörurnar í hillunum sem voru keyptar inná gamla genginu...og hvað gerist þegar allt fer í fyrra horf??? Ekki lækkar þá allt frekar en bensínið?? Ég held að við þurfum nú að súpa seyðið af því að eiga svona risastóra banka...bara ef Kaupþing flytti úr landi...þá minnkuðu nú heldur betir skuldir þjóðarbúsins....en ,, bottom line" allt sem fer upp fer niður...við duttum hressilega í það og nú verðum við að upplifa heiftarlega timburmenn....vonandi getum við deilt þeim réttilega niður...

 Annað mál...við erum að hittast á fimmtudögum klukkan 18.00 hér heima...

Málið er að bæta líkamlegt og andlegt ástand...og þið eruð velkomnar:-)

Nothing is either bad or good....it is your mind that makes it so...

love is all you need

a


Gónhóll er að fara í frí....

Gallerý Gónhóll 8.maí 2008 028Glerlistakonan Anna systir er komin aftur og nú með glænýjar og frískar kartöflur...vá! Þær eru svooo hrikalega góðar...Við erum með UPPSKERUHÁTÍÐ um helgina, geðveikan grænmetismarkað í öllum litum og svo á sunnudag eru tónleikar, danssýning, MYNDLISTARKEPPNI fyrir börn og allt mögulegt skemmtilegt að gerast.

 

ÞIÐ BARA VERÐIÐ AÐ KOMA...því nú fer hver að verða síðastur....Það er fullt af flottum básum, handverk, hekl, prjónles og prúttmarkaður....nokkrir fornbílar eftir en svo fer allt að fyllast hjá okkur af húsbílum og vögnum í vetrargeymslu...17.júní 2008 025það er auðvitað sérdíll fyrir fornbíla sko...það er útaf dotlu...

En við erum ekki af baki dottin því við verðum með alls konar menningaruppákomur í vetur...fáum að halda kaffihúsinu og smámarkaðsplássi fyrir okkur og tungumálanámskeið barnanna...ljósmyndanámskeið...myndlistarnámskeið...matreiðslunámskeið...og bara hvað sem okkur dettur í hug...notum húsið, njótum lífsins á Eyrarbakka!

Sjáumst um helgina!!!´

knús

a


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband