Færsluflokkur: Lífstíll

Aldamótahátíð á Eyrarbakka um helgina!

Dagskrá hátíðarinnar
Föstudagur 12.ágúst
Kl. 20 Kúmenganga.
Gengið um gróin svæði þorpsins og týnt kúmen. Linda Ásdísardóttir leiðir hópinn og kryddar gönguna með sögum. Mæting við Húsið, takið með taupoka eða koddaver.

Kl. 21.30 – 00.30. Dansiball í Gónhól.
Hjördís Geirs og Örvar Kristjánsson sjá um fjörið . Aðgangseyrir 1500 krónur í forsölu í Gónhól ellegar 2000 við innganginn. Snyrtilegur klæðnaður, frídans, hringdans og Óli Skans.

Rauði Barinn opinn til kl. 03.00

Laugardagur 13. ágúst.
08.30 Flöggun

Alþjóðleg móttökunefnd Sjálfboðaliða frá SEEDS dreifir dagskrá og býður fólk velkomið

10.00 Pútnahúsið opnar í Gónhól. Félag áhugamannafólks um haughænur býður ykkur velkomin að sjá allt það fegursta í hænsfuglaheiminum. Afhentir verða kjörseðlar fyrir Fegurðarsamkeppni hænsfugla sem fram fer síðdegis


11.00 Skrúðganga fyrir menn, dýr, fornbíla og tæki frá Barnaskóla Eyrarbakka um þorpið. Lúðrasveit Selfoss og Siggeir Ingólfsson skrúðgöngustjóri leiða hópinn að kjötkötlunum þar sem SR grænmeti á Flúðum ásamt fyrirtækjum og íbúum á Eyrarbakka bjóða uppá ekta íslenska kjötsúpu fyrir alla þá sem mæta með bollann sinn eða skálina.

11.30 Setning
Sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur blessar lýðinn.

11.45 Börn frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur dansa í garðinum fyrir framan Húsið.

11.00- 18.00 Sýningar safnanna
Ekki snerta jörðina! Ný samtímasýning á Sjóminjasafninu um leiki barna. Sýningin er öll á forsendum barnsins og þarna má snerta og leika.
Fundað í Fjölni. Á sumarsýningu Byggðasafnsins í Húsinu er litið inn í aldargamlan heim skeggjaðra höfðinga Árnessýslu.

Aðgangseyrir í söfnin verður lækkaður í 500 krónur í tilefni hátíðarinnar.

Hnýttu hnúta með Herði á Sjóminjasafninu.

14.00 Kappsláttur á grasbletti vestan við íshúsið. Keppendur skrái sig í síma 8984240 og mæti minnst 30 mínútum fyrr með amboð. Brýni er á staðnum og kaupakonur raka ljá. Fimasti sláttumaðurinn og knáasta kaupakonan valin.
Engjakaffi í boði Kökugerðar HP og Kvenfélags Eyrarbakka.

15.30 Pútnahúsið blæs til brúðkaups. Gefin verða saman í hjónaband sigurvegarar í fegurðarsamkeppni hænsfugla sem fram fer á sama stað. Hreppstjórinn á Eyrarbakka gefur þau saman í borgaralegt hjónaband. Byggðarhornssystrabandið sér um sönginn, Hvítar dúfur fljúga heiðursflug.

16.00- 18.00 Bakkaspjall á palli. Gestrisnir Eyrbekkingar bjóða í pallaspjall. Ragnheiður og Þórarinn Túngötu 14. Eyja og Kata baka flatkökur á pallinum á Túngötu 28. Sviðaveisla hjá Helgu og Arnari í Nesbrú 4. Regína með pönnukökur á pallinum í Ásheimum. (Gallerí Regína)

17.00 Á ferð um Eyrarbakka.
Hreppstjórarúntur á gamla gistihússbílnum ÁR 67

22:30 – 01.00 Hlöðuball í Gónhól. Hljómsveitin Spútnik í sveitasveiflu. Mætum öll í gúmmískónum og lopapeysunum. Aðgangseyrir 1500 krónur í forsölu í Gónhól ellegar 2000 krónur við innganginn.

Rauði Barinn opinn með lifandi tónlist til kl. 03.00

Sunnudagurinn 14. ágúst

08.30 Þorpsbúar draga fána að hún.

11.00-13.00 Hádegisverðarhlaðborð á Gónhól. Sviðakjammar, nýuppteknar kartöflur , smér og seytt rúbrauð, rófustappa, blóðmör og lifrarpylsa, malt , appelsín eða ískaldur öl. Grjónagrautur með kanel og rjómabland.

13.00 Hádegismessa við Slippinn. Sr. Sveinn Valgeirsson fer um plássið og kveður fólk til messu ásamt Bakkablesu.

13.30 Skák í boði Ungmennafélags Eyrarbakka á Stað.

14.00 Söguferð um Þorpin. Siggeir Ingólfsson ekur frá Eyrarbakka um Stokkseyri og að Rjómabúinu á Baugsstöðum. Verð 2000 krónur

15.30-17.00 Rekstrarsjón í Gónhól
Dömufrí og heitt súkkulaði ásam tvöfflum með rjóma. Hjördís Geirs og aldamótakvartettinn í ljúfri sveiflu

20.00 Tónleikar í Merkigili. Í tilefni af 100 ára afmælisárs Oddgeirs Kristjánssonar alþýðutónskálds frá Vestmannaeyjum verða valin lög hans flutt af Jóni Gunnari Biering Margeirssyni gítarleikara, Ingólfi Magnússyni bassaleikara og Hafsteini Þórólfssyni söngvara en Hafsteinn er langafabarn Oddgeirs.

21.00 Hátíðinni slitið við Slippinn. Árni Johnsen stýrir fjöldasöng .
Langeldur og flugeldasýning í umsjá Björgunarsveitarinnar Bjargar.


Aldamótahátíð á Eyrarbakka um helgina!

ÁR 67Við minnum á að það verður mikið um að vera á Eyrarbakka um helgina. Lekkerar dömur með laglega pilta spássera um göturnar. Ekki missa ef þessari einstöku hátíð. Dagskráin er inni á www.gonholl.is

Starfsmannafélög, brúðkaup, afmæli, ættarmót.

Við erum með frábærar ferðir fyrir starfsmannafélög og hópa sem vilja koma á Eyrarbakka í naflaferðir....sendið okkur póst og við sérsníðum ferðir fyrir hópa...gönguferðir, hamingjuhopp, súpur og brauð...alls konar spádómar lesið í lófa, spil, bolla og rauðvín. Skemmtilegt og uppbyggjandi að koma í nafla alheimsins. Pantanir og uppl. hjá Önnu í síma 842 2550

Nemendur í Fsu styrkja uppbyggingu ferðaþjónustu á Eyrarbakka.

kennariNemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands fékk Gónhól á Eyrarbakka  lánaðan undir leiksýningar sínar á söngleiknum Grís Horror sem gerist í rússneskum fjöldamorðingjaskóla. Ungmennin hafa sýnt 8 sýningar undir fullu húsi og hlotið mikið lof fyrir. Öll leikmyndin og búningar eru hönnuð af þeim sjálfum og Garún leikstjóri gefur þeim hæstu einkunn fyrir dugnað og vönduð vinnubrögð
Þar sem þau sáu líkan af Þorpinu, verslunar- og sögusetri sem áætlað er að byggja inni í saltfiskhúsinu, ákváðu þau endurgreiða  lánið á aðstöðunni  og sýna eina styrktarsýningu fimmtudagskvöldið 15.apríl nk. Það verður sannkallað rússneskt þema þetta kvöld, boðið er uppá rússneska kartöflusúpu og heimabakað brauð gegn vægu verði fram að sýningunni sem hefst kl. 22.00.
Hluti leikmyndarinnar verður notaður við uppbyggingu verslunarþorpsins og allur ágóði af þessu rússneska menningarkvöldi verður notaður til að hefjast þegar handa við byggingu næsta húss en fyrir jólin reis fyrsta húsið og var skreytt með piparkökum af skólabörnum í Árborg.
 
Allir eru velkomnir á þessa sýningu sem er allra síðasta sýning Nemendafélagsins.
 
Pantanir í súpu og sýningu, hvort heldur sem er eða hvort tveggja er í síma 894 2522.söngdívan


Dömuboðið fer í frí elskulegu dömur!

Við munum ekki verða saman í febrúar í ár elskulegu dömur. Við ákváðum að fresta boðinu um eitt ár en halda áfram að sama tíma að ári og þá með sama þema og áætlað var í ár.

 

Ef þið hafið einhverjar skemmtilegar, dömulegar og lekkerar hugmyndir eða tillögur þá endielga sendið okkur línu

dömulegt knús

lady a


Jólamarkaður á Gónhól á aðventu jóla 2009

22/11/2009 | 13:00

Iceland’s Largest Gingerbread House Underway

The largest gingerbread house in Iceland is currently underway in Eyrarbakki in south Iceland. The house will be 15 square meters in size and two floors high. The gingerbread house will be the first house of a new market inside the village’s old salt fish factory.

Já, stærsta piparkökuhús á Íslandi er að rísa í gamla salthúsinu á Eyrarbakka. Komið með börnin ykkar og skreytið með okkur, takið jólamyndirnar eða fáið okkar flinka ljósmyndara , hana Sigríði Soffiu á Rein til að taka myndir fyrir jólakortin í ár.IMG_2596 Jólamarkaðir okkar eru stútfullir af skemmtilegum heimatilbúnum jólagjöfum , handverkið heillar og kaffihúsið ilmar af nýbökuðum smákökum, sultum og rauðkáli!

Alltaf eitthvað svo skemmtilegt á Eyrarbakka! Nafli alheimsins segja þeir sem búa þar...jú ég er sammála því!

Sjáumst á Bakkanum!

lady a


Súkkulaði og rósir , takk elskurnar fyrir einstakt kvöld!

Elskulegu dömur,

Dömuboð 28.02.2009 009Að vanda áttum við frábært kvöld á Laxabakka enda er það öruggt mál að það er gaman þar sem konur koma saman.

Ég er að setja inn myndir núna elskurnar svo þið sjáið fínheitin öll. Obba okkar 82 ára blómarós var kosin dama kvöldsins með elegans par exellance og svo var hún Hildur Sumarliða sú sem var mest nýmóðins, voða lekker dama líka með blautbylgjur í hárinu. Endilega sendið okkur myndir og byrjið svo að undirbúa næsta ár....

Kampavín og eðalsteinar....gott sem ein sagði:,, Já, það er kominn tími til að ég drekki þetta 60 ára gamla kampavín mitt og nái í alla steinana í bankahólfinu í Sviss.... ja, það er gott að vera bjartsýn í þessum efnahgsþrengingum og nota hverja stund til að brosa...

Sjáumst fljótlega elskulegu dömur

lady A


Dömuboðið haldið í fimmta sinn ladies...dustum dressin í skápunum og njótum lífsins...

two ladies with a glass Boðskortin eru að tipla í hús...munið að láta okkur vita af nýfluttum konum sem langar að kynnast innfæddum og lengra komnum... Það þarf vart að taka það fram við að nú ber að taka fram allt fínasta pússið og pjattið við hæfi þema okkar sem er í ár....súkkulaði og rósir!!! Eitthvað sem hæfir vel,  síðkjól, hatt og hanska, hælaskó og alla stóru þungu glitrandi steinana sem rykfallið hafa í svissneskum bankahólfum fram að þessu! Undirbúningsnefndin mælir með því að þér undirbúið yður af kostgæfni fyrir boðið og vér leyfum oss að benda á nokkur atriði sem reynst hafa afar vel: Dömuboð 16.febrúar 2008 Siggi 082Takið laug um nónbilið í slakandi rósabaði með ískalt hvítvín og jarðarber á baðkersbrún meðan Edith eða Marlene mala letilega á grammifóninum.Á meðan Carmenrúllurnar hitna er gott að lakka táneglurnar, setja upp gerviaugnahárin eða prófa séttéringuna í súkkulaðibrúnum augnskuggunum,- ekki gleyma rósrauðum varalit sem er vörumerki sannrar drottningar. Systurnar Elsa og AnnaEf þér ætlið að fá yður oggulítið í staupinu og verða dulítið “let på tåen” þá er gott að taka með hugguleg drykkjarföng og ef til vill einhvern lítinn og sætan dömurétt þar sem oss gæti dvalist fram eftir.... 

Það er aðeins eitt sem þér megið alls ekki gleyma ....  það verður absalútt að tilkynna þátttöku í síðasta lagi 23.febrúar svo við komumst nú allar í húsið....

 Vellyktandi ásamt litlum sætum dömulegum drottningarfordrykk verður í boði hússins...en ef þér eigið einhverjar lekkerar myndir frá fyrri dömuboðum, þá endilega hafið þær með ef þér vilduð vera svo elskulegar. Aðalsdömur       

Áramótin eru góður tími til að...

líta til baka yfir liðið ár og læra af því. Hvað gekk vel og hverju þarf að breyta. Þakka fyrir allt það góða og skemmtilega en nota hitt sem miður fór til að læra af því og gera betur næst. Við erum sem betur fer mannleg og gerum mistök sem við getum notað sem tækifæri til að læra að gera betur. Ég hlakka til að fá árið 2009 og veit að við munum gera það að góðu ári. Kærleikur og umburðarlyndi er allt sem við þurfum og að njóta hvers augnabliks, lifa lífinu með fullri meðvitund.

Takk fyrir allt það góða og skemmtilega kæru vinir

áramótaknús

anna


Æðislegt afmæli...

Ég er svo þakklát ykkur öllum elsku fjölskylda og vinir að vera með mér og gera daginn algjörlega ógleymanlegan. Fyrstu gestirnir komu um 10 leytið að morgni og svo var bara yndislegt allan daginn, fullt af góðu og skemmtilegu fólki að koma og vera ...þetta er besta leiðin til að halda uppá afmælið, nægur tími til að tala við alla og síðustu fóru svo um 4 í morgun....aftur kom svo fólk í dag, enda annar í afmæli og áfram tími til að gleðjast...

 Takk fyrir elskurnar, set inn myndirnar á eftir

 

kossar og knús

aa


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband