"Þeir sem segja að eitthvað sé ekki hægt ættu ekki að trufla þá sem eru að
framkvæma það."
Þetta las ég í dag...og þetta ætlum við að tileinka okkur á nýja árinu. Það er mikið fjör framundan og mörg spennandi verkefni en í dag ætla ég bara að vera til og njóta jólaandans sem svífur hér yfir öllu. Við sveitafólkið erum bara brosmild og glöð þrátt fyrir krepputalið, kveikjum á fleiri kertum, vefjum okkur inní fleiri teppi, förum í fleiri heimsóknir og hittum allt þetta yndislega fólk sem við erum svo heppin að þekkja og eiga að.
Á morgun ætla ég svo að halda uppá afmælið....á þann hátt sem ég bestan veit. Vera bara heima með heitt á könnunni og konfekt í skál. Enginn boðinn en allir velkomnir elskurnar þannig að endilega lítð við ef þið eigið leið um...
jólaknús
a
Lífstíll | 15.12.2008 | 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja elskurnar,
Þá erum við komin heim með fílinn hennar Dísu...og það er bara virkilega frískandi og gott að koma heim í rok og rigningu ....voða eitthvað frískandi og svona...
Allt gekk vel. Flugvöllurinn var frekar léttur, ferðalagið tók 26 tíma og nú er bara að snúa sér að næsta verkefni sem er jólamarkaðurinn okkar í Gónhól um helgina.
Þar verður mikið fjör og mikið gaman eins og alltaf á Eyrarbakka. Alls konar skemmtilegar jólagjafir, leirlist, myndlist og gler. Heimagerðar sultur, smákökur og sunnlenskt grænmeti, glænýtt rauðkál og gulrætur frá Ragnhildi á Flúðum með ómótstæðilegum uppskriftum að heimagerðu rauðkáli með sherrý...umm ekkert jafnast á við lyktina af nýsoðnu íslensku rauðkáli...Svo er dásamleg brjóstsykurgerð á staðnum. Handgerð kerti og reykelsi frá henni Helgu minni, dagatöl, bækur, snyrtivörur, heilsuvörur, handmálaðar jólakúlur...ja, bara svona til að nefna brot af því besta...
Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir verður hjá okkur og kynnir nýja diskinn sinn og svo syngur þessi engill með jólasveininum og börnunum á sunnudag.
Ilmandi jólastemming í kaffihúsinu hjá mömmu eins og vant er, ódýrt og gott...
Þið getið líka bara sofið hjá okkur, það er hörkutilboð á gistingu. Nýjar og huggulegar íbúðir við ströndina aðeins 5000 krónur nóttin. Ekki amalegt að skella sé með sínum og eiga rómó stund út við sæinn...
Opið fra kl. 13-18 laugardag og sunnudag
Sjáumst!!!
knús
aa
Lífstíll | 12.12.2008 | 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
blessaður karlinn er orðinn 81 árs en nú hélt hann ekki ræðu því hann er víst orðinn hálfslappur greyið. Það er svoldið skrítið að vera hér núna, allir fríi og göturnar fullar af fólki þó mikill skortur sé á túristunum...og ég heyri að almenningur er farin að hafa áhyggjur. Þetta mun auðvitað koma verst niður á allra fátækasta fólkinu sem hefur verið hér og unnið og sent launin sín heim. Nú verða þau sjálfsagt að fara heim í sveitina og vinna á hrísgrjónaökrunum með fólkinu sínu. En eins og er er allt á fullu, flugeldar og fjör og mikil hátíð í Thai...
Ég er auðvitað að hugsa meira til annars afmælisbarns heima á Íslandi en elsku bróðir minn og besti vinur á líka afmæli í dag...þúsund afmæliskossar elsku bróðir minn yndislegi.
Flugvöllurinn er nú opinn en það eru enn hundrað þúsund farþegar fastir þar. Thailendingar láta ekkert á sig fá og héldu uppi skemmtiatriðum til að létta biðfarþegum lundina, mættu í skrúðgöngu með brúðuleikhús og fleira skemmtilegt á völlinn en farþegar voru víst missúrir á svip. Einn var þó nokkuð hress og sagðist nú hafa verið fastur á verri stöðum en hér í sól og sælu...þetta er auðvitað rétta viðhorfið þó það sé fátt jafnleiðinlegt og að þurfa að bíða...
Við höfum haft í nógu að snúast undri styrkri hönd Mr. F sem hefur unnið sleitulaust að verkefnum okkar hér og er óþreytandi að leita nýrra leiða. Allt er nú á réttri leið og lítur vel út og margt spennandi framundan...endalausir möguleikar og það væri æðislegt að geta bara verið hér í Thailandinu góða og tekið virkan þátt í öllu þessu en við verðum að snúa heim til áríðandi verkefna þar enda málin í góðum höndum hér.
Í dag hittum við einstaklega skemmtilegan mann sem hefur verið í viðskiptum hér í áraraðir og lærðum alveg helling af honum. Það er ómetanlegt að hitta fólk sem er búið að finna upp hjólið og geta lært af því. Þessi náungi sýndi okkur margt sem hann hefur unnið að á undanförnum árum og gaf okkur margar áhugaverðar hugmyndir.
Nú erum við að fara að borða kvöldverð og halda daginn hátíðlegan..allt svo skemmtilegt í Thailandi elskurnar, við hugum til ykkar í kuldanum heima en....vitum að ykkur líður líka vel með allar þessar smákökur, kertaljós og konfekt..
kóngsknús frá okkur öllum
aa
Lífstíll | 5.12.2008 | 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Já...þetta er kannski hugmynd....
Tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir í ríkisstjórn Taílands hafa verið dæmdir frá völdum af stjórnlagadómstóli landsins vegna kosningasvika......Þannig að nú leysast málin hér í bili en aðeins skamma stund því stutt er á milli byltinga ...Forsætisráðherrann Somchai Wongsawat er að mig minnir mágur Thaksins sem herinn steypti af stóli 2006 og þessi er víst ekki allur þar sem hann er séður þó hann sé nú frekar meinleysislegur að sjá...
Thaksin var kosin 2001 en hann er margmilljónari og fjölmiðlakóngur...foxríkur sem bauð sig fram og lofaði miklu....endurbætur á heilbrigðiskerfinu og leiðréttingu á kjörum fátækra...fljótlega kom í lljós að valdið spillir og sögur um spillinguna láku út...þrátt fyrir að fjölmiðlarisinn stýrði fréttaflutningi í landi sínu... Óánægjan breiddist út og náði hámarki sumarið 2006 eftir að Thaksin seldi fjölmiðlafyrirtæki sitt Shin Corp. til fjárfesta í Singapúr..
Hundruð þúsunda mótmælenda fylltu göturnar og náðu loks að reka kallinn í útlegð en arftakar hans hafa reynst leppdýr hans. Somchai Wongsawat sem tók við völdum í september er mágur hans en fyrirrennari hans, Samak Sundaravej sem var neyddur til afsagnar í ágúst, hafa báðir verið bendlaðir við Thaksin og vændir um spillingu.
Nú hefur stjórnalagarétturinn bannað þessum tveimur stóru flokkum að taka þátt í stjórnmálum næstu fimm árin....en Thailendingar eru snillingar í því að finna ,,smugur" þannig að enginn veit hvort stjórnmálakrísa sl. tveggja ára er mögulega leyst eður ei? Fyrir síðustu kosningar var það sama uppi á teningnum...gamli flokkurinn hans Mr.T var bannaður...en þá stofnuðu þeir bara nýjan flokk og buðu fram...nýtt og ferskt framboð ...borguðu nokkrum fátækum bændum fyrir að kjósa og sjá....þeir unnu kosningarnar og úlfurinn í sauðargærunni var aftur kominn til valda! Þá kom Thaksin heim glaður og hýr en flúði aftur eftir að í ljós kom að lagabreytingu þurfti til að hann slyppi við að taka afleiðingum gjörða sinna...svo nú voru stjórnaandstæðingar hræddir um að slík lagabreyting væri í vændum því heim vildi Thaksin og var því með sína menn á réttum stöðum...en mágur hans...halló!
Já...pólitíkin er sérstök pissudúkka!
Líklegt þykir að dómurinn bindi enda á aðgerðir andstæðinga stjórnarinnar sem lokað hafa tveimur stærstu flugvöllunum í höfuðborginni Bangkok undanfarna sex daga og valdið með því miklu öngþveiti ferðamanna. Nú eru hér um 350.000 ferðamenn innlyksa og það tekur nokkurn tíma að koma þeim öllum til síns heima. Áætlað er að öryggiseftirliti verði lokið hér um 5.desember og þá tekur nokkra sólarhringa að hreinsa til og koma fluginu í eðlilegt horf.
En lífið hér hjá okkur í sveitinni gengur sinn vanagang þrátt fyrir lætin í borginni. Tunglið brosir á himninum og það vakti almenna kátínu í gærkvöldi að sjá stjörnurnar Júpíter og Venus tylla sér ofan við tunglið sem snýr upp og myndar brosandi munn...er hann kannski að hæða heiminn...hrjáðan sér við fætur....
Kannski gat hann bara ekki stillt sig....
knús og kreistur frá Thailandinu undir brosandi mána
anna
Lífstíll | 2.12.2008 | 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Já, það er bara allt fast ennþá og á hverjum degi hlaðast upp farþegar sem bíða þess að komast á brott. Samkvæmt fréttum eru um 30.000 manns sem eiga bókað flug héðan á sólarhring þannig að við bíðum og vonumst til að afmæli kóngsa sem er þann 5. desember verði til þess að flýta fyrir lausn mála hér. Ekkert má jú skyggja á afmælið hans sem er almennur hátíðisdagur um allt land.
Við tökum bara einn dag í einu, njótum lífsins hér og horfum á mannlífið sem er samt við sig. Sólin skín og það er gott að vera hér þrátt fyrir allt...heldur hefur ferðamönnum fækkað hér og það er óvenju rólegt. Veitingastaðirnir og nuddstofurnar eru hálftómleg miðað við það að hér er háannatími og allt ætti að vera fullbókað.
En koma tímar koma ráð....
Vona að ykkur líð öllum vel heima á Fróni
knús
aa
Lífstíll | 30.11.2008 | 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Já...það er hasar hér líka og mikil mótmæli. Flugvöllurinn er lokaður og við komumst ekki frá landinu....það hefur verið lýst yfir neyðarástandi og það kom yfirlýsing um það áðan að flugvöllurinn yrði lokaður a.m.k fram á laugardag.
Það er það sama og á Íslandi...endalaus valdabarátta og oftast undir fölsku flaggi...mér skilst að örfáir úr Elituhópnum vilji stjórnina út og boða til nýrra kosninga en sumir hér segja að þetta sé Elitan eða ríkisbubbarnir í Bangkok sem vilji breyta kosningalögunum og fella niður kosningaréttinn hjá hinum almennu borgurum. Þeir/stjórnarandstaðan segist vera að berjast fyrir kónginn því hann er dáður og elskaður af þjóðinni sem lítur á hann eins og Guð. Það eru myndir af honum alls staðar, inni á öllum heimilum trónir hann innan um hina afana og ömmurnar...inná öllum veitingastöðum og klámbúlum meira að segja stendur sá gamli sperrtur og brosir föðurlega með framrétta hönd.
Aðalatriði að ná almenningi á sitt band og þá er best að nota kónginn ...eina sem þeir ættu auðvitað að gera er að kaupa fjölmiðlana en þar sem margir eru ólæsir en allir elska kónginn er þetta náttúrulega sniðugt hjá þeim þegar það eina sem þeir vilja í raun og veru er að fá kosningaréttinn í hendur 30%þjóðarinnar....semsagt Elitunnar sjálfrar.....skák og mát!!!
Það gengur allt vel hér. Við erum á fullu að búa til tengslanet og undirbúa að halda áfram með verkefnið og selja gistingu og fleira í húsinu okkar ...keyptum okkur inn í veitingastað áðan þar sem við ætlum að hafa svona Meeting Point fyrir Íslendinga...ég er að þýða matseðilinn núna og svo erum við að láta búa til nafnspjöld....skoða ódýra flugmöguleika og fleira sem getur komið sér vel fyrir heimshornaflakkara...ja, svona þegar fer að róast ...þetta líður jú hjá eins og annað og nú er um að gera að sjá möguleikana í öllum hornum...
knús og kossar frá landi hinna blíðu brosa 70 prósentanna sem enn hafa kosningarétt...
aa
Lífstíll | 27.11.2008 | 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
og ég loka nú bara augunum svona til að byrja með og er svo heppin að fá far með Mr. G sem er meiriháttar öruggur ökumaður sem smeygir sér inná milli í fimm bíla röðum á þremur akreinum...úff það er samt einhver regla í óreglunni...sem ég skil ekki enn:-)
Í dag var slakað á fyrri partinn en svo fórum við að vinna þegar sólin lækkaði aðeins á lofti, hittum lögfræðinga og fórum yfir öll málin...því næt heimsóttum við Isaac vin okkar á nýja veitingastaðinn og nutum góðra veitinga hjá honum.. Síðan var aftur fundað og svo enn aftur þegar Mr. F kom frá Koh Samui. Nú eru öll mál að komast á hreint og enn skín sólin...
En það er ekki jólalegt hér...ó, nei en ég kveiki á kertum á kvöldin og syng jólalög fyrir hann Guðmund minn.
knús til ykkar allra og takk fyrir góðar kveðjur elskurnar...þær hlýja mest:-)
aa
Lífstíll | 26.11.2008 | 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja elskurnar...nú erum við komin aftur til Thailandsins okkar...allt er hér eins og var, fólkið brosir og keyrir um í flokkum, 3-4 á hverju mótórhjóli og allt uppí 15-16 á hverjum pikkupp palli...betri aðsókn en að strætó í Reykjavík:-) Þó er ekki kreppa hér enn þá að minnsta kosti þrátt fyrir að dregið hafi mikið úr fjölda ferðamanna þar sem gengið er alveg orðið rugl....við margföldum battið núna með 4-5 á meðan það var 2 þannig að kaffibollinn kostar orðið 500 kall hér! Verðlagið er það sama og var en gengið hefur semsagt breyst svona mikið....
Við lentum í Bangkok í gærkvöldi eftir frábært flug, fyrst til London með Flugleiðum og svo beint til BKK...sváfum alla leiðina og ég sem tók með mér jólakortin og ætlaði nú aldeilis að nota vel tímann í flugvélinni...en koma tímar , koma ráð...
Isaac , þessi elska var á vellinum og ók okkur heim á Nova Park þar sem okkur var fagnað og fengum gamla herbergið okkar...fórum svo á Jameson og hittum strákana, club samloku og túfiskssalat...allt eins og það á að vera...fórum svo beint í rúmið og sváfum eins og hraunhellur til 5 í morgun. Þar með var tímamismunurinn leiðréttur og við gátum hafist handa. Tira kom og fundaði með okkur kl. 10 og síðan fórum við í húsið okkar og tókum stöðuna þar. Allt lítur vel út og er samkvæmt áætlun,nú er bara að bretta upp ermar og klára...ákveða svo framhaldið...verður þetta spa eða bara söluvara á næstu fasteignasölu....
Eftir hádegi tókum við hjónakornin yfirlitsferð...fórum og keyptum í matinn og lögðumst á sólbekk í slökun og bökun...sólin skín eins og vant er hér þótt færri séu á ferli...svo varð hafmeyjan að skella sér í sjóinn og við fórum í klukkutíma kraftgöngu á ströndinni, skoðuðum öll gömlu kennileitin og settum á okkur til að rifja upp og rata á ný....jú það er gott að vera komin í hlýjuna og rólegheitin...
Pom hótelstýra er að hætta og flytja til Ástralíu, hún og allir hér spyrja mikið um papa sem var einhver allra vinsælasti túristi á árinu...litli sæti kallinn, vinur okkar í hliðinu var alveg eyðilagður að papa koma ekki með....ég verð að gefa þeim mynd af papa...og nuddkonurnar skimuðu mikið en ...því miður stelpur mínar....við komum með papa næst:-=
Förum svo á indverska í kvöld og hittum fasteignasalann við okkar....
heyrumst fljótt
knús og kossa
a
Lífstíll | 25.11.2008 | 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Við vorum nú að spá í það vinkonurnar....afhverju er verið að flytja inn grænmeti núna þegar það er til í landinu??? Við höfum heyrt að það sé svo mikill skortur á gjaldeyri.....og hún Ragga vinkona okkar á þessi ósköp af rauðkáli og gulrótum af bestu sort...en svo er það flutt inn og undirboðið í Bónus...gasalegur skandall er þetta....
Ég held við ættum að kaupa sem mest og styrkja okkar góðu bændur frekar til að rækta allt árið um kring...er ekki svo billegt hjá okkur rafmagnið...það er nú gott að geta styrkt bændur með ódýrri lýsingu og fá þá íslenskt, heilnæmt grænmeti í staðinn. Við erum heppin Íslendingar, eigum besta vatn í heimi, ódýrustu orkuna og fallegustu bændurnar..... Áfram Ísland....bændur eiga að fá ódýrt rafmagn, helst ókeypis svo við fáum meira grænt í kroppinn...
Þetta er nú eitthvað sem væri gaman að sjá gerast...
Lífstíll | 10.11.2008 | 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Smá dæmisaga vegna hinnar svokölluðu "kreppu"
Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem "óvænt varð á vegi hennar" eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn að því að hann fengi áframhaldandi styrk.
En allt er breytingum undirorpið í henni veröld og ýmislegt getur vissulega haft áhrif á afkomu Frónbúans og getu hans til að láta gott af sér leiða. Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að segja honum frá gangi mála hér á landi, þ.e. kreppunni og öllu því. Og það gæti því miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn vegna hins breytta ástands hérna megin. Það eru nefnilega tiltölulega litlar líkur á því að fréttir af Íslenska skipbrotinu hafi borist alla leið til hans þarna í Entebbe. Og svo er alls ekki víst að hann skilji alvöru málsins á sama hátt og við hér heima. En ef reynt væri að útskýra hið Íslenska kreppuástand fyrir honum sem virðist ætla að fara langt með að sliga þjóðina einhver þó nokkur ár inn í framtíðina, gæti það samtal orðið á eftirfarandi nótum....
*Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er gjaldþrota!
Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og maís?
*Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.
Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þið þá ekki þak yfir höfuðið lengur!
*Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáir heimilislausir á Íslandi.
En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og heilbrigðiskerfið lamað?
*Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með ágætt heilbrigðiskerfi.
Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá kannski ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá ekki konur.
*Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með háskólagráður og konur ekki síður en karlar.
Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við nágrannaþjóðir ykkar.
*Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð. En við þurfum bara að hlusta á bullið og stríðsyfirlýsingarnar í fíflinu honum Gordon Brown. Það er það sem við munum líklega komst næst því að fara í stríð.
Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.
*Við eigum reyndar besta vatn í heimi.
Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru alltaf yfirfullir.
Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?
*Neeee... Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru á nýlegum bílum.
Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.
*Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum eða hluta hans síðustu daga. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri flatskjái og utanlandsferðunum verður að fækka.
Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú líka frá Uganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að betla?
*Neiiij...! Atvinnuleysið er um 2% en við verðum að flytja Pólverjana aftur heim og fara sjálf að vinna vinnuna sem þeir unnu.
Hmmm... Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru góðar.
Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?
Í hvert sinn sem einar dyr lokast...opnast tvennar aðrar...
Njótið dagsins í dag...við fáum hann aldrei aftur.´
Kærleikskveðja
Anna
Lífstíll | 2.11.2008 | 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar