Áramótin eru góður tími til að...

líta til baka yfir liðið ár og læra af því. Hvað gekk vel og hverju þarf að breyta. Þakka fyrir allt það góða og skemmtilega en nota hitt sem miður fór til að læra af því og gera betur næst. Við erum sem betur fer mannleg og gerum mistök sem við getum notað sem tækifæri til að læra að gera betur. Ég hlakka til að fá árið 2009 og veit að við munum gera það að góðu ári. Kærleikur og umburðarlyndi er allt sem við þurfum og að njóta hvers augnabliks, lifa lífinu með fullri meðvitund.

Takk fyrir allt það góða og skemmtilega kæru vinir

áramótaknús

anna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Íris Mjöll  Valdimarsdóttir

Gleðilegt ár Anna mín

Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 2.1.2009 kl. 11:18

3 Smámynd: Arnrún

Elsku Anna.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau liðnu. Mikið þarf ég nú að fara að heyra í þér, ég verð að fara að slá á þráðinn einhvert kvöldið :)

Knús,

A

Arnrún, 7.1.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband